Hugræn bæting

Okkar markmið er að þróa skákþjálfunaraðferðir sem hámarka hugræna bætingu. Við vinnum með alþjóðlegu teymi vísindamanna og framkvæmum rannsóknir til að ná þessu markmiði. Við erum sannfærð um að við munum ná í mark með því að taka eitt skref í einu!

Stórmeistari Héðinn Steingrímsson

Það eru vísbendingar um að skák geti leitt til hugrænnar bætingar m.a. á sviði athyglisfærni (e. executive control) og vinnsluminnis, sem bæði eru talin skipta sköpum fyrir námsárangur.


Við vinnum að því að byggja tryggar undirstöður undir hugræna bætingu í gegnum skákþjálfun. Í samstarfi við háskólasamfélagið, bæði HR og HÍ, framkvæmum við rannsóknir og vinnum með alþjóðlegu teymi vísindamanna sem inniheldur háskólaprófessora úr sál- og taugafræði ásamt augnfylgni. Forritið okkar er kjörinn vettvangur fyrir vísindamenn þar sem hægt er að þróa og sannreyna þjálfunaraðferðir sem hafa það að markmiði að hámarka hugræna bætingu með skák.


Héðinn hefur haldið fyrirlestra á alþjóðlegum ráðstefnum bæði um hugræna bætingu með skák og einnig notkun gervigreindar og augnfylgni í skák kennsluforriti.


Sjá m.a. Steingrimsson, H. What does scientific research tell us about how chess improves STEM skills? Presentation on the London Chess Conference, Dec 2016.

http://londonchessconference.com/presentations-from-london-chess- conference-2016/


Við störfum með alþjóðlegu teymi háskólaprófessora. Við lítum á forritið okkar að hluta til sem vettvang til að þróa og sannreyna aðferðir sem hámarka hugræna bætingu með skák.